Íbúagáttin sparar sporin

Leyfi til kattahalds er meðal þess sem afgreitt er gegnum íbúagáttina
Mynd: Erna Kristín Hauksdótti…
Leyfi til kattahalds er meðal þess sem afgreitt er gegnum íbúagáttina
Mynd: Erna Kristín Hauksdóttir

Í íbúagáttinni geta bæjarbúar og aðrir skráð sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum, sótt um ýmsa þjónustu á vegum bæjarins og fylgst með afgreiðslu erinda sinna. Auk þess er þar hægt að sjá álagningarseðil fasteignagjalda og beintenging er við Mentor úr gáttinni.


Íbúagáttin er óðum að festa sig í sessi og stöðugt bætist við þá þætti sem hægt er að sækja um og afgreiða í gegnum gáttina. Íbúagáttin var tekin í notkun í maí 2017 og það ár voru 20 umsóknaform sett inn í íbúagáttina og á árinu 2018 bættust við 22 til viðbótar. Í árslok 2018 voru því 42 umsóknaform í íbúagáttinni. Það sem af er þessu ári hafa 16 ný form bæst við. Notkun á gáttinni fór rólega af stað, árið 2017 barst 21 umsókn gegnum gáttina. Árið 2018 voru umsóknirnar 1.210 og þann 10. maí voru umsóknir á árinu 2019 orðnar ríflega 700.


Íbúagáttin er snjalltækjavæn og eiga umsóknaformin að skalast niður á snjallsíma og spjaldtölvur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan