Hver hefur skarað fram úr í skólastarfi?

Frá afhendingu viðurkenninga í fyrra.
Frá afhendingu viðurkenninga í fyrra.

Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum, það er nemendur annars vegar og skólar/starfsfólk hins vegar.

Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram góðu starfi og gera jafnvel enn betur.

Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf, foreldrasamstarf o.s.frv.

Allir sem þekkja til skólasamfélagsins geta tilnefnt. Tilnefningar þurfa að berast fyrir lok föstudagsins 8. maí næstkomandi.

Til þess að tilnefna er smellt hér. Þar eru einnig frekari upplýsingar um viðurkenninguna. 

Vegna takmarkana á samkomuhaldi er ljóst að ekki verður hægt að afhenda viðurkenningar með sama hætti og undanfarin ár. Fyrirkomulag viðburðarins verður auglýst síðar. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan