Deiliskipulag Hvannavellir
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 16.maí 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Hvannavelli 10-14 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið nær yfir lóðir nr. 10, 12 og 14 við Hvannavelli. Í deiliskipulaginu felst m.a. að gert er ráð fyrir tveimur nýjum byggingum innan núverandi lóða á svæðinu. Á lóð Hvannavalla 10 er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi sem verði að hámarki fjórar hæðir með efstu hæðina inndregna og á lóð Hvannavalla 14 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur hæðum með efstu hæðina inndregna.
Tillagan var auglýst frá 14.desember 2022 til 31.janúar 2023. Sex athugasemdir bárust sem leiddu ekki til breytinga á skipulaginu. Eftir auglýsingatíma var gerð sú breyting að lóð fyrir dreifistöð rafveitu var felld út. Lóð sem var nr. 16 á auglýstri tillögu fær því númer 14 í endanlegu deiliskipulagi. Þá stækkar lóðin jafnframt í raunstærð. Deiliskipulagsuppdrátt má sjá hér og greinargerð hér.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulagstillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á skipulag@akureyri.is