Hvað eiga brautirnar að heita?

Hvað á braut 1 að heita? Braut 2 og braut 3?
Hvað á braut 1 að heita? Braut 2 og braut 3?

Auglýst hefur verið eftir nöfnum á nýju vatnsrennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar. Festur til að senda inn tillögur rennur út þriðjudaginn 27. júní og eftir það fer dómnefnd yfir innsendar tillögur og velur þær bestu. Vinningshafi væri að launum árskort í Sundlaug Akureyrar og fær að auki að fara fyrstu ferðina í eina af rennibrautunum þremur þegar þær verða vígðar um mánaðamótin.

Þegar öllum framkvæmdum á svæðinu verður lokið seinna í sumar, verður komin ný og stærri lendingarlaug við rennibrautirnar, tvískiptur pottur sem er annars vegar nuddpottur og hins vegar vaðlaug. Tvær stórar rennibrautir verða teknar í gagnið um mánaðamótin; önnur er um 86 m á lengd en hin öllu styttri en endar í svokallaðri trekt, auk þess sem ný barnarennibraut kemur við hlið þeirra. Stigahús fyrir rennibrautirnar verður lokað og upphitað sem gerir gestum kleift að nota rennibrautirnar allt árið um kring.

Hugmyndir og tillögur að nöfnum á rennibrautirnar sendist á netfangið sund@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan