Hótel á Jaðarsvelli - sala á byggingarrétti

Akureyrarbær leitar eftir kauptilboði í byggingarrétt hótels á Jaðarsvelli á Akureyri. 

Lóðin er um 3.000 fm og er staðsetningin einstök við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi.

Úthlutunar- og útboðsskilmála vegna lóðarinnar má nálgast HÉR.

Tilboðum í lóðina skal skila rafrænt hér í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12 miðvikudaginn 13. mars 2024 og verða tilboð opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 sama dag í viðurvist þeirra umsækjenda sem þess óska. Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjenda

Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig skila megi inn rafrænu tilboði/umsókn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan