- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Akureyrarbær kynnir tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður – nýtt uppbyggingarsvæði í kringum Krossanesbraut, fyrir ofan og norðan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót.
Markmiðið með nýju deiliskipulagi er meðal annars að bjóða nýjar íbúðir á einu fallegasta svæði Akureyrar, bæta umferðarskipulag á svæðinu og huga að nýjum gönguleiðum og útivistarsvæðum.
Hér að neðan er hægt að skoða tillöguna:
Á næstunni verður deiliskipulagstillagan kynnt með eftirfarandi hætti:
Opið hús í menningarhúsinu Hofi mánudaginn 14. september kl. 16-20. Þar verður tillagan sett fram á myndrænan og aðgengilegan hátt. Starfsfólk bæjarins og skipulagsráðgjafi segja frá og svara spurningum, auk þess sem íbúar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri.
Göngutúr í hverfinu verður þriðjudaginn 15. september kl. 17:30. Starfsfólk bæjarins býður upp á göngu með leiðsögn um Holtahverfi norður. Sagt frá, og sýnt frá, helstu hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Mæting við Bónus Langholti.
Rafrænn kynningarfundur mánudaginn 21. september verður nánari auglýstur þegar nær dregur.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og fyrirliggjandi hugmyndir að uppbyggingu og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Það er hægt að gera með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, eða í gegnum netfangið skipulagssvid@akureyri.is
Uppfært: Lokað hefur verið fyrir ábendingar.
Skipulagstillagan verður í kynningarferli til 2. október. Þá verður unnið úr athugasemdum og ábendingum frá íbúum, umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum áður en skipulagsráð og bæjarstjórn taka tillöguna til umfjöllunar og afgreiðslu. Að því loknu verður tillagan auglýst og kynnt vel í sex vikur áður hún er tekin aftur fyrir til samþykktar.