Hjólreiðamóti barnanna aflýst

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að aflýsa hjólreiðamóti fyrir börn sem halda átti við Minjasafnið á morgun, sunnudaginn 17. september, í tilefni af Evrópskri samgönguviku á Akureyri. Beðist er velvirðingar á þessu.

Minnt er á ljósmyndakeppnina sem standa mun alla næstu viku. Þema myndanna þarf að vera "samferða" og verða veitt glæsileg verðlaun fyrir bestu myndina og einnig aukaverðlaun. Fólk sem vill freista gæfunnar er beðið að senda myndir á netfangið samak@akureyri.is eða merkja þær með #samak17 á Instagram og Facebook.

Dagskrá samgönguvikunnar framundan er þessi:

  • Þriðjudagurinn 19. september: Göngu­ og fræðsluferð um fólkvanginn í Krossanesborgum. Gangan hefst kl. 17.30 á bílastæði norðan við Byko.
  • Fimmtudagurinn 21. september: Stæðaæði (park(ing) day). Bílastæði í göngugötu eða Skipagötu fær nýtt hlutverk og verður breytt í reiðhjólastæði og hugsanlega lítinn almenningsgarð.
  • Föstudagurinn 22. september: Bíllausi dagurinn. Alltaf er frítt í almenningssamgöngur innanbæjar og nú verður farþegum boðið upp á bækur og blöð til lestrar í almenningsvögnum bæjarins. Íbúar á Akureyri eru hvattir til að leggja bílnum og ferðast frítt um allan bæ frá morgni til kvölds án þess að hafa áhyggjur af bílastæðum eða eldsneytiskostnaði. Úrslit ljósmyndasamkeppni kunngjörð.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan