Hesjuvellir – Tillaga að deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagssvæðið nær til lands Hesjuvalla ofan Lögmannshlíðarvegar upp að afmörkun skógræktarsvæðisins Græna trefilsins.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 0,35 ha svæði fyrir ibúðarhús neðan núverandi bæjarhúsa á Hesjuvöllum. Einnig er gert ráð fyrir 2,0 ha svæði fyrir frístundabyggð.

Hægt er að skoða tillöguna hér.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 8. júlí 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

27. maí 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan