Heimsókn frá sveitarfélaginu Runavík í Færeyjum

Færeyingarnir og fulltrúar Akureyrarbæjar í blíðunni við kirkjutröppurnar.
Færeyingarnir og fulltrúar Akureyrarbæjar í blíðunni við kirkjutröppurnar.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri tóku í gær á móti góðum vinum frá sveitarfélaginu Runavík í Færeyjum. Um var að ræða borgarstjóra, varaborgarstjóra, fulltrúa í borgarstjórn og sendiherra Færeyja á Íslandi.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fór yfir sögu bæjarins, sagði frá starfseminni og rekstrinum, og að kynningu lokinni voru góðar umræður um áskoranir og áherslur í rekstri sveitarfélaga, þjónustuna og fyrirkomulag í stjórnsýslunni.

Hópurinn frá Runavík heimsótti í ferðinni m.a. Sundlaug Akureyrar, Hafnarsamlag Norðurlands og Menningarhúsið Hof.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan