Heimsókn frá Pudong borgarhluta í Sjanghæ

Sendinefnd frá Pudong, sem er borgarhluti innan Sjanghæborgar, heimsótti Akureyri í gær. Hópurinn var skipaður m.a. formanni og varaformanni fastanefndar Pudongsvæðisins og stjórnendum úr tækni- og tölvugeira þessa borgarhluta.

Hópurinn byrjaði á því að heimsækja Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, þar sem Baldvin Valdemarsson verkefnastjóri kynnti þeim atvinnulífið á svæðinu, áherslur þess og markmið. Að því loknu lá leiðin í ráðhúsið þar sem Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason og Heimir Haraldsson tóku á móti hópnum og var m.a. rætt um ferðaþjónustu og hafnarmál. Að síðustu var tekið á móti hópnum hjá Norðurorku þar sem Helgi Jóhannsson forstjóri kynnti þeim starfsemi fyrirtækisins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan