Haraldur Ingi Haraldsson bæjarlistamaður opnar sýningu í Gallerý H

Bæjarlistamaðurinn Haraldur Ingi Haraldsson opnar á miðvikudaginn málverkasýninguna “Rat Race” í Gallerý H sem er til heimilis á Veraldarvefnum nr. 91. Til þess að fá ókeypis aðgang að sýningunni þarf ekki annað en að fara inná síðuna http://hingi.weebly.com/ eða nota slóðina sem fylgir tilkynningunni og sýningargesturinn er staddur í Gallery H í tölvunni sinni, símanum eða í spjaldtölvunni. Á Facebook má finna slóðina með að slá inn codhead inn í leitarstikuna.

Á sýningunni eru 19 málverk unnin á síðasta eina og hálfa ári og hafa þau ekki verið sýnd í sýningarsal áður, enda unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Verkin eru pólitísk og frásagnarleg og fjalla öðru fremur um hættulegustu farsóttina sem plagað hefur mannkynið: græðgi og valdafíkn. Haraldur notar akríl-liti og málar á Grafíska filmu með pappírsbaki og er sýningin hluti af þeim myndheimi sem Haraldur hefur verið að þróa frá því um 2000 og kallar Codhead. Þessi sýning er nr. XII

Nánari upplýsingar um sýninguna og list Haraldar Inga er hægt að fá með því heimsækja Codhead.net eða fara beint inná grein á íslensku á slóðinni http://hingi.weebly.com/um-syacuteninguna.html

Bein slóð inna Gallery H er: https://publish.exhibbit.com/gallery/87479750/marble-gallery-10275/

Allir eru velkomnir á sýninguna og vonast listamaðurinn til að fólk bjóði vinum sínum með sér á þann hátt að deila slóðinni / aðgöngumiðanum.

Haraldur Ingi er menntaður í myndlist og sagnfræði frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Háskóla Íslands og AKI Akademie Voor Beeldende Kunst, Enchede Hollandi og Die Vrie Akademie Pshykocpolis, Den Haag, Hollandi. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan