Hæfileikar og barnamenning

Sigurvegararnir í hæfileikakeppninni.
Sigurvegararnir í hæfileikakeppninni.

Barnamenningarhátíð á Akureyri stendur nú sem hæst. Í gær var haldin hæfileikakeppni í Hofi þar sem 42 krakkar létu ljós sitt skína í 18 atriðum á sviðinu.

Sigurvegari var Matthildur Ingimarsdóttir, 10 ára, sem söng lagið "Scars to your beautiful". Í öðru sæti var danshópurinn Míni Tríó, Jóhanna Bjarkadóttir Lind, Berglind Ágústsdóttir og Helga Ólafsdóttir, og í þriðja sæti var töframaðurinn Viktor Máni Sævarsson.

Við óskum krökkunum öllum innilega til hamingju.

Barnamenningarhátíðin stendur til sunnudags með þéttriðinni dagskrá. Nánar á barnamenning.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan