Grímur í Listsafninu á Akureyri

Þátttakendur í grímuvinnustofunni ásamt Ninnu Þórarinsdóttur. Mynd: Almar Alfreðsson.
Þátttakendur í grímuvinnustofunni ásamt Ninnu Þórarinsdóttur. Mynd: Almar Alfreðsson.

Um síðustu helgi fór fram í Listasafninu á Akureyri önnur listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna.

Barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir bauð börnum á aldrinum 6 til 10 ára að búa til sínar eigin grímur.

Eitthvað breytist þegar við setjum á okkur grímu, við verðum eitthvað annað, eins og þegar við skoðum/finnum/hlustum á list. Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við Ninnu, hengja upp og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett var upp í safnfræðslurými Listasafnsins.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Akureyrarbæ. Þar fá börn á grunnskólaaldri tækifæri til að láta ljós sitt skína á sinni eigin sýningu sem þau búa til og undirbúa frá upphafi til enda.

Næsta listvinnustofa verkefnisins verður haldin 20.-21. mars en það er Ljósmyndavinnustofa með Siggu Ellu Frímannsdóttur ljósmyndara. Allar nánari upplýsingar má finna á www.listak.is.

Sýnendur grímuvinnustofunnar eru:

 • Ada Sóley Ingimundardóttir f. 2013
 • Bríet Þóra Karlsdóttir f. 2011
 • Hallgerður Thea Árnadóttir f. 2014
 • Hákon Geir Snorrason f. 2013
 • Hrafney Eiríksdóttir f. 2014
 • Jóhann Örn Westin f. 2012
 • Júlía Guðlaug Kristinsdóttir f. 2012
 • Júníana Westin f. 2010
 • Karen Sólveig Pétursdóttir f. 2013
 • Milo Wieczorek f. 2014
 • Mía Almarsdóttir f. 2012
 • Sóldís Áslaug Ingadóttir f. 2012

Hægt er að sjá sýningu barnanna á Listasafninu til 14. mars.

Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarstofu og Barnamenningarsjóðs Íslands.

Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur þeirra og fletta á milli.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan