Götulokanir vegna Akureyrarvöku

Mikið verður um að vera á miðbæjarsvæðinu á föstudag og laugardag vegna Akureyrarvöku og því óhjákvæmilegt að loka þurfi tilteknum götum um tíma.

Frá klukkan 16 föstudaginn 30. ágúst verður Listagilið lokað vegna uppsetningar sviðsvagns neðst í gilinu og lokast þar með einnig göngugatan.

Sviðsvagninn verður fjarlægður aðfaranótt sunnudagsins 1. september og opnast þessar leiðir kl. 10 um morguninn.

Dagskrá Akureyrarvöku 2019 er á akureyrarvaka.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan