Göngugatan lokuð á laugardag

Göngugatan á Akureyri verður lokuð fyrir bílaumferð laugardaginn 14. desember milli kl. 14:30 og 16:00 vegna jólaskemmtunar.

Löng hefð er fyrir því að jólasveinar heimsæki bæinn um þetta leyti, komi sér fyrir á svölunum hjá Pennanum Eymundsson og syngi jólalög með börnunum. Engin undantekning verður gerð í ár og hvetjum við fólk til að gera sér glaðan dag í miðbænum okkar. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan