Gildagur og opnun í Listasafninu

Verk eftir Rym Karoui á sýningu Listasafnsins.
Verk eftir Rym Karoui á sýningu Listasafnsins.

Á morgun, laugardaginn 1. febrúar, er Gildagur í Listagilinu þegar ný sýning verður opnuð í Listasafninu. Einnig eru nýjar myndlistarsýningar í Mjólkurbúðinni, Deiglunni og Rösk-rými.

Hefð er fyrir því að þegar Listasafnið opnar nýjar sýningar þá sameinist listamenn, hönnuðir og verslanir í kring um að skapa hálfgerða karnivalstemningu með opnunum, viðburðum, tónlist og tilboðum í verslunum. Með þessu samstarfi hefur skapast afar skemmtileg stemning í Listagilinu, svokallaður Gildagur, þar sem fólk nýtur menningar og listar sem og að hitta mann og annan.

Sýningin sem opnuð verður í Listasafninu kallast Línur eða Lines. Þar draga átta listamenn frá sex ólíkum löndum og fjórum heimsálfum línur sem verða til í gegnum ólík listform í þeim tilgangi að eiga samskipti við umheiminn. Sýningarstjóri er Mireya Samper.

Nánar um alla viðburði Gildagsins 1. febrúar 2020.

Gestir Gildaga eru beðnir að deila skemmtilegum myndum með því að nota myllumerkið #gildagur og jafnvel líka #listagilid #hallóakureyri og #akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan