Barnvænn Gildagur

Á morgun, laugardaginn 13. apríl, er Gildagur í Listagilinu og verður það lokað fyrir bílaumferð frá kl. 14-17.

Gilið mun iða af lífi í veðurblíðunni sem spáð er og dagskrá dagsins ber þess skýr merki að Barnamenningarhátíð á Akureyri stendur nú sem hæst. Má nefna að opið myndlistarverkstæði fyrir 7-10 ára krakka verður í Deiglunni, Gilið vinnustofur verður með teiknikennslu, Rösk rými stendur fyrir opninni listasmiðju, samsýning ungra listamanna verður í Mjólkurbúðinni, eldri barnakór Akureyrarkirkju flytur uppáhaldslögin sín í Ketilhúsinu og Sjoppan býður ungum vegfarendum að kríta og blása sápukúlur í Listagilinu. 

Hægt er að skoða dagskrá Gildagsins á gildagur.is.

Lokanir í Listagilinu frá kl. 14-17 sjást á meðfylgjandi mynd.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan