Gervigras endurnýjað

Unnið að endurnýjun sparkvallarins við Brekkuskóla.
Unnið að endurnýjun sparkvallarins við Brekkuskóla.

Í morgun var hafist við að endurnýja gervigras á tveimur sparkvöllum bæjarins, við Brekkuskóla og Oddreyrarskóla.

Endurnýjunin er hluti af viðhaldi vallanna og verður gervigras annarra sparkvalla endurnýjað í aldursröð.

Nýja gervigrasið sem verður lagt á sparkvellina verður innfyllingarlaust, þ.e.a.s. ekki með gúmmí en undir það kemur gúmmípúði og fínn sandur settur í grasið til að þyngja og halda því niðri.

Sem fyrr segir hófst verkið í dag og verða verktakar næstu daga að setja nýja gervigrasið á vellina tvo.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan