Furðudýr barnanna í Listasafninu

Þátttakendur í búningum listvinnustofunnar. Mynd: Almar Alfreðsson.
Þátttakendur í búningum listvinnustofunnar. Mynd: Almar Alfreðsson.

Um síðustu helgi fór fram þriðja og síðasta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna en þar er börnum á grunnskólaaldri gefinn kostur á að sækja þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri og vinna með skapandi listamönnum og hönnuðum. Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið og sýna svo afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett er upp í lok vinnustofunnar.

Í listvinnustofunni fengu börn á aldrinum 6 til 10 ára tækifæri til að vinna með tveimur hönnuðum úr hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Þær Sigurbjörg Stefánsdóttir, fatahönnuður og klæðskeri, og Sigríður Sunna Reynisdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, veittu börnunum innsýn í sníðagerð og skapandi textílvinnu sem miðaði að því að þau eignuðust sinn eigin búning. Hlynur Hallson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri opnaði sýninguna sem stendur til 5. júní.

Sýnendur búningavinnustofunnar eru:

Axel Úlfur Jóhannesson  f. 2015
Birgit Elva Henriksdóttir  f. 2012
Elma Lind Halldórsdóttir  f. 2014
Hildur Ágústsdóttir  f.2012
Hrafnheiður Björg Guðmundsdóttir  f. 2012
Ísabella Líf Baldvinsdóttir  f.2014
Júlía Mjöll Vagnsdóttir  f. 2012
Karen Sólveig Pétursdóttir  f. 2013
Katla Dögg Halldórsdóttir  f. 2012
Milo Wieczorek  f.2014
Mía Almarsdóttir  f.2012
Stella Hansen  f. 2015

Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar og Barnamenningarsjóðs Íslands. Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.
Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan