Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 3. nóvember

Fundur bæjarstjórnar fer fram með fjarfundakerfi að þessu sinni. Mynd eftir Auðunn Níelsson.
Fundur bæjarstjórnar fer fram með fjarfundakerfi að þessu sinni. Mynd eftir Auðunn Níelsson.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 3. nóvember. Á dagskránni er meðal annars lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga, framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar og möguleiki á styttingu þjóðvegar milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.

Að þessu sinni verður um fjarfund að ræða vegna samkomutakmarkanna. Eftir sem áður verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi og hægt að nálgast upptöku á vefsíðu bæjarins en upptökur eru aðgengilegar daginn eftir fund. Sjónvarpað er frá fundinum miðvikudaginn 4. nóvember kl. 14:00, á sjónvarpsstöðinni N4.

Hér má finna upptökur og streymi frá bæjarstjórnarfundum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan