Fundur bæjarstjórnar unga fólksins

Frá fundinum í gær. Í pontu er Telma Ósk Þórhallsdóttir.
Frá fundinum í gær. Í pontu er Telma Ósk Þórhallsdóttir.

Árlegur fundur ungmennaráðs með bæjarstjórn Akureyrar, sem kallaður hefur verið bæjarstjórnarfundur unga fólksins, var haldinn í Hofi í gær.

Í upphafi fundar sagði Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, meðal annars að mikilvægt væri að þau mál sem ungmennaráð veki athygli á fái umfjöllun og afgreiðslu í bæjarkerfinu. Einnig hvatti hún ungmennaráð til að fylgja sínum málum eftir þegar þörf krefur.

Ýmislegt var á dagskrá fundarins og má þar nefna að fjallað var um sjálfsmynd barna og unglinga, tæknilæsi, lífsleikni, jafningjafræðslu og nýtt Akureyrarapp sem senn lítur dagsins ljós. Bæjarstjórn Akureyrar sat að þessu sinni á áhorfendabekkjunum og brugðust bæjarfulltrúar við tillögum og málflutningi unga fólksins með afar jákvæðum hætti.

Í lok fundarins var borin upp og samþykkt eftirfarandi bókun:

Ungmennaráð samþykkir að vísa málefnum sem hér hafa verið til umfjöllunar til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir að þeim verði vísað til fagnefnda til frekari umræðu.

Fundinn sátu fyrir hönd ungmennaráðs Anton Bjarni Bjarkason, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir sem stýrði fundinum að þessu sinni, Helga Sóley G. Tulinius, Hildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Alda Steinsdóttir, Stormur Karlsson, Telma Ósk Þórhallsdóttir og Þór Reykjalín Jóhannesson.

Fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins.

Upptaka frá fundinum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan