Framkvæmdir í Hlíðarfjalli

Sumaropnun í Hlíðarfjalli hefur verið tekið opnum örmum af útivistarfólki enda er svæðið frábært fyrir fólk sem vill njóta útsýnisins og einnig fyrir göngugarpa og fólk á fjallahjólum. Hægt er að nýta sér Fjarkann til að hraða för sinni upp fjallið frá fimmtudögum til sunnudaga.

Í þessu sambandi er vert að vekja athygli útivistarfólks og vegfarenda á því að nú standa yfir framkvæmdir vegna nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli og brýnt öryggisins vegna að allar takmarkanir og reglur um umferð í fjallinu séu virtar í hvívetna. Allir sem leggja á fjallið fótgangandi eða hjólandi skulu halda sig við vegi merkta með rauðum stikum og hringlaga merki og ættu að kynna sér uppgöngureglur Hlíðarfjalls. Öll umferð vélkúinna ökutækja sem eru ekki á vegum Hlíðarfjalls er bönnuð

Fjarkinn gengur sem hér segir:

Fimmtudagar 17-21
Föstudagar 14-18
Laugardagar 10-18
Sunnudagar 10-16

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan