Frábærar aðstæður til útivistar

Þó einungis séu örfáir dagar síðan bærinn fór allur á kaf undir þykkan snjó þá er nú fært um allar götur og helstu stíga bæjarins. Einnig er búið að moka leiðir að mörgum helstu útivistarperlum Akureyrar. 

Segja má að snjómokstursfólkið okkar hafi lyft grettistaki í vikunni. Við tekur að fjarlægja snjóhauga smátt og smátt úr bænum en það getur tekið allt að viku. 

Veðurspáin er góð fyrir helgina og aðstæður til útivistar með besta móti. Til stendur að troða gönguskíðabraut í gegnum golfvöllinn að Jaðri á morgun laugardag, alla leið norður að Miðhúsabraut. Þannig verður hægt verður að komast inn á sporið á nokkrum stöðum, til móts við Brálund/Daggarlund, við golfskála GA, frá Bílastæði í Sómatúni, við Hamra og svo á þremur stöðum inni í Kjarnaskógi.

Ekki má gleyma að í Hlíðarfjalli stefnir í að verði opið alla helgina og eru allar brekkur nýtroðnar og búið að opna efra svæðið, auk þess sem gönguskíðasporið er troðið og klárt. Þar er núna logn og -4°C. 

Einnig er búið að moka Súluveg alla leið inn að Súluplani. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan