Fimm nýjar sýningar í Listasafninu á Gildegi

Brynja Baldursdóttir: Sjálfsmynd.
Brynja Baldursdóttir: Sjálfsmynd.

Laugardaginn 6. júní kl. 12 verða fimm sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Listagilið verður lokað frá kl. 14-17.

Sýningarnar í Listasafninu eru:

  • Brynja Baldursdóttir – Sjálfsmynd
  • Heimir Björgúlfsson – Zzyzx
  • Jóna Hlíf Halldórsdóttir – Meira en þúsund orð
  • Samsýning – Hverfandi landslag
  • Snorri Ásmundsson – Franskar á milli

Sendiherra Finnlands á Íslandi, Ann-Sofie Stude, flytur opnunarávarp kl. 15.10 og í kjölfarið opnar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, sýningarnar formlega.

Sunnudaginn 7. júní verður listamannaspjall með Jónu Hlíf Halldórsdóttur kl. 14 og Önnu Gunnarsdóttur, sýningarstjóra, kl. 15. Laugardaginn 27. júní kl. 15 verður listamannaspjall með Snorra Ásmundssyni og sunnudaginn 12. júlí kl. 15 með Brynju Baldursdóttur.

Eins og venjan er þegar stór opnunardagur er á Listasafninu þá er haldinn svokallaður Gildagur í Listagilinu með alls kyns uppákomum og opnunum sýninga. Listagilið verður lokað að hluta frá kl. 14-17. Nánari upplýsingar um Gildaginn 6. júní.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan