Endurnýjaður samstarfssamningur við Aflið

Frá undirritun samningsins: Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Ásthildur Sturludótt…
Frá undirritun samningsins: Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Sigurbjörg Harðardóttir verkefnastjóri Aflsins og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Endurnýjaður hefur verið samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

Markmiðið með samningnum er að efla þjónustu fyrir brotaþola heimilis- og kynferðisofbeldis og aðstandendur þeirra, auka samvinnu og samstarf aðila sem vinna með fólk sem glímir við afleiðingar heimilis- og kynferðisofbeldis og að efla tengsl og samstarf Aflsins við félagsþjónustu og barnavernd.

Samtökin eru til húsa í Gamla spítala eða Gudmands Minde sem er í Aðalstræti 14 og er húsið í eigu Akureyrarbæjar. Á sama stað er til húsa Bjarmahlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem nýlega var opnuð og er að fyrirmynd Bjarkarhlíðar í Reykjavík.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan