Endurnýjaður samningur við Skátafélagið Klakk

Mynd: Hulda Sif Hermannsdóttir
Mynd: Hulda Sif Hermannsdóttir

Í gær, mánudaginn 7. janúar var undirritaður samningur á milli Akureyrarbæjar og Skátafélagsins Klakks vegna barna og unglingastarfs.
Markmið Akureyrarbæjar með samningnum er að styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda skátahreyfingarinnar. Akureyrarbær leggur áherslu á að starfið standi til boða fjölbreytilegum hópi barna og ungmenna. Fyrir framlag Akureyrarbæjar til Skátafélagsins Klakks skal félagið bjóða upp á barna- og unglingastarf á Akureyri. Bjóða skal upp á faglegt starf með forvarnir og jafnrétti að leiðarljósi og sem taka mið af grunnþáttum barnvænna sveitarfélaga.
Samningurinn er til þriggja ára eða til lok árs 2021.

Það voru Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Jóhann Malmquist félagsforingi Skátafélagsins Klakks sem undirrituðu samninginn. Með þeim á myndinni eru Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Gemma Montoliu Valor aðstoðarfélagsforingi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan