Elsta hús Akureyrar til leigu

Akureyrarbær auglýsir til leigu Laxdalshús sem stendur við Hafnarstræti 11, er byggt árið 1795 og er elsta hús bæjarins.

Húsið var reist sem íbúðarhús en hefur á undanförnum árum m.a. gegnt hlutverki veitingastaðar, skrifstofuhúsnæðis, sýningarrýmis og æfingaraðstöðu fyrir kammerkór. Stærð hússins er 134 m2 og við það stendur 18 m2 skúr. Húsið er friðað og fyrirhuguð starfsemi þarf að taka mið af því. Framleiga hússins er óheimil.

Um útleiguna fer samkvæmt viðmiðunarreglum um notkun á Laxdalshúsi, Friðbjarnarhúsi og Gudmands Minde sem finna má á vefsíðu Akureyrarbæjar HÉR 

Nálgast má teikningar á kortasjá Akureyrarbæjar HÉR

Áhugasamir geta skilað inn hugmyndum um notkun á húsinu og leigufjárhæð til Akureyrarstofu í síðasta lagi miðvikudaginn 19. maí 2021.

Nánari upplýsingar veitir Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu í netfanginu thorgnyr@akureyri.is eða í síma 460-1151.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan