Eldur í Glerárskóla – skólahaldi aflýst í dag

Slökkviliðið að störfum á vettvangi. Mynd: Óðinn Svan Óðinsson RÚV
Slökkviliðið að störfum á vettvangi. Mynd: Óðinn Svan Óðinsson RÚV

Eldur kviknaði í Glerárskóla á tólfta tímanum í gærkvöldi. Slökkvistarf gekk vel og tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Rafmagnslaust er í skólanum og verður ekkert skólastarf þar í dag. 

Eldurinn kom upp í kjallara skólans og barst reykur og sót í nærliggjandi spennistöð sem olli rafmagnsleysi í hverfinu.

Unnið er að því að meta skemmdir. Við fyrstu sýn virðist sem tjónið sé nokkuð staðbundið, eldvarnarhólf byggingarinnar sönnuðu gildi sitt og sluppu nýuppgerðar álmur skólans vel.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan