Dalvíkurlína 2 - Tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Breytingin er til komin vegna áforma um lagningu Dalvíkurlínu 2, 41 km 66 kV jarðstrengs sem mun liggja frá Akureyri til Dalvíkur og er ætlað að tryggja örugga orkuafhendingu til Dalvíkur og nærsveita með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfi Landsnets.

Línan mun liggja um sveitarfélögin Akureyrarbæ, Hörgársveit og Dalvíkurbyggð og kallar á breytingu á aðalskipulagi allra þriggja sveitarfélaganna. Skipulagstillögur hafa verið unnar fyrir hvert og eitt sveitarfélag og eru þær kynntar samtímis.

Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 má nálgast hér, greinargerð hér og umhverfismatsskýrslu hér. Einnig er hægt að nálgast gögnin hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 28. september til 19. október 2022.

Skipulagsgögn fyrir Hörgársveit og Dalvíkurbyggð má nálgast á skrifstofu og heimasíðu viðkomandi sveitarfélags.

Þeir sem þess óska geta kynnt sér tillögurnar og komið á framfæri ábendingum við þær. Ábendingum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala kemur fram má skila á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis á Skipulagsdeild, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til og með 19. október 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan