Breytingar á akstri almenningsvagna til og frá Akureyri

Þann 1. janúar voru gerðar nokkrar breytingar á akstri almenningsvagna á landsbyggðinni og hefur það meðal annars haft áhrif á þá vagna sem fara til og frá Akureyri.

Aksturinn hefur á undanförnum árum verið á herðum margra verktaka en reksturinn hefur miðast við hverja akstursleið fyrir sig. Til að einfalda rekstur og fá betri yfirsýn yfir hvert landsvæði, ákvað Vegagerðin að bjóða út akstur á landsbyggðinni með nýjum hætti síðastliðið vor.

Niðurstaða Vegagerðarinnar var að taka tilboði Hópbíla um Vestur- og Norðurland, Suðurland og Suðurnes, og tilboði SBA um Norður- og Norðausturland.

Helstu breytingar sem urðu á sjálfum akstrinum eru:
Leið 78 (Akureyri – Dalvík – Ólafsfjörður – Siglufjörður) breyting á tímatöflu
Leið 79 (Akureyri – Húsavík) breyting á tímatöflu auk þess sem stoppistöðvarnar Fosshóll-Goðafoss og Laugar voru felldar úr áætlun leiðarinnar
Leið 56 (Akureyri – Egilsstaðir) – smávægilegar breytingar á tímatöflu
Leið 57 (Akureyri – Reykjavík) – óbreytt áætlun

Einnig má nefna að gjaldskráin hefur breyst lítillega og kostar almennt fargjald nú 490 kr. en kostaði 480 kr. Afsláttargjöld eru í gildi fyrir börn, ungmenni, aldraða (67 ára og eldri) og öryrkja. Engu munar að kaupa miða um borð í almenningsvögnunum eða hjá Olís, Tryggvabraut 1.

Akstur á vegum Hópbíla og SBA hófst 1. janúar 2021 og er þjónustutíminn til 31. desember 2023.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.straeto.is og síðan má einnig skoða samantekt yfir samgöngur til og frá Akureyri á heimasíðu Akureyrarbæjar www.visitakureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan