Brekkuskóli vann

Lið Brekkuskóla. Mynd af heimasíðu Brekkuskóla.
Lið Brekkuskóla. Mynd af heimasíðu Brekkuskóla.

Stemningin í Íþróttahöllinni á Akureyri var mögnuð í gær þegar þar var keppt til úrslita í 8. og 9.riðill í Skólahreysti. Annars vegar kepptu lið frá skólum á Norðurlandi utan Akureyrar og hins vegar lið úr grunnskólum Akureyrar. Lið Brekkuskóla sigraði í Akureyrarriðlinum en lið Varmahlíðarskóla stóð uppi sem sigurvegari Norðurlands utan Akureyrar.

Lið Brekkuskóla skipa Birnir Vagn Finnsson, Saga Margrét Blöndal, Magnea Vignisdóttir og Sævaldur Örn Harðarson, ásamt Maríu Arnarsdóttur og Einari Ingvasyni. Þjálfari þeirra er Jóhannes Bjarnason. Liðið hefur lagt afar hart að sér við æfingar í vetur og uppsker nú eftir því. Áhorfendur skemmtu sér konunglega í Höllinni og voru skólanum til sóma.

Á heimasíðu Skólahreystis er að finna nánari upplýsingar um úrslit og fleira.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan