Birgir Orri sigraði í stuttmyndakeppninni

Frá verðlaunaafhendingunni. Kjartan Sigtryggsson verkefnastjóri menningarmála hjá Ungmenna-húsi, sig…
Frá verðlaunaafhendingunni. Kjartan Sigtryggsson verkefnastjóri menningarmála hjá Ungmenna-húsi, sigurvegarinn Birgir Orri Ásgrímsson og Hanna Björg Jónsdóttir kvikmyndagerðamaður og dómari keppninnar.

Sigurvegari í stuttmyndakeppninni Stulla í ár var Birgir Orri Ásgrímsson nemandi í Brekkuskóla. Myndin ber titillinn Sveitapiltur og þótti að mati dómnefndar bera af hvað varðar persónusköpun, myndatöku og klippingu. Birgir Orri fékk í verðlaun 100.000 krónur og er honum óskað hjartanlega til hamingju.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir 2. og 3. sæti. Myndin The Lonely Flower var valin í 2. sætið en að henni stóðu fimm nemendur í Brekkuskóla, þeir Dagur, Kári, Konráð Birnir, Óskar og Wissam. Að launum fengu þeir 50.000 kr. Í 3. sæti var myndin Bond og peningasvikin. Höfundar hennar eru María, Agnes og Ingibjörg nemendur í Giljaskóla og fengu þær 25.000 kr. í verðlaun. Öllum þátttakendum er óskað til hamingju með árangurinn.

Stuttmyndakeppnin Stulli er árleg stuttmyndakeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 18 ára og er á vegum Ungmenna-Hússins Rósenborgar. Keppnin var haldin við hátíðlega viðhöfn í Hömrum í Hofi fimmtudagskvöldið 11. apríl. Þátttökumet var slegið í ár en alls bárust 15 stuttmyndir í keppnina.

Hér er hægt að sjá stuttmyndirnar sem hrepptu 1.-3. sæti:

Sveitapiltur

The Lonely Flower

Því miður hefur ekki tekist að hlaða inn stuttmyndinni Bond og peningasvikin en unnið er að lausn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan