Betri heimaþjónusta en áður

Sóley Sigdórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir.
Sóley Sigdórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir.

Í byrjun mánaðarins var Sóleyju Sigdórsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur, starfsmönnum í heimaþjónustu Akureyrarbæjar, veittur dálítill þakklætisvottur fyrir vel unnin störf en þær láta nú senn af störfum. Sóley hefur starfað í heimaþjónustunni í rúm 23 ár og Kristín í rúm 27 ár.

Sóley telur að aðalbreytingin í heimaþjónustu sé sú að hér á árum áður var þjónustan að mestu fólgin í þrifum en núna er veitt persónulegri þjónusta og meiri félagslegur stuðningur. „Bærinn veitir meiri og betri þjónustu heldur en var þegar ég byrjaði. Skjólstæðingar heimaþjónustunnar ná því að vera lengur heima hjá sér og verða eldri en áður," segir Sóley.

Það sem stendur upp úr að mati Kristínar er að starfið hefur verið fjölbreytt, ánægjulegt og gefandi. „Gleði er það einna helst sem kemur upp í hugann, ég hef hitt yndislegt fólk og kynnst fólki vel þrátt fyrir oft og tíðum erfiðar aðstæður þess. Skjólstæðingarnir eru yfirleitt alltaf mjög þakklátir. Ég hef lært mikið af þeim, til dæmis um sögu bæjarins og hvernig atvinnulífið var hér á Akureyri í gamla daga," segir Kristín um störf sín í heimaþjónustu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan