Bæjarstjórinn í Útsvari

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.

Sjónvarpið sýnir spurningakeppni sveitarfélaganna í kvöld og er þátturinn með nokkuð sérstöku sniði að þessu sinni. Nú mætir lið bæjar- og sveitarstjóra til leiks og etur kappi við lið Norðurþings sem sigraði lið Akureyrar naumlega árið 2011.

Í liði bæjar- og sveitarstjóra eru Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðabæjar og Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Norðurþing teflir fram glænýju liði en það skipa Snæbjörn Sigurðsson, Þóra Hallgrímsdóttir og Daníel Freyr Birkisson.

Þetta er sjötti þáttur vetrarins en þau lið sem eru nú þegar komin í næstu umferð eru: Grindavíkurbær, Fjarðabyggð, Kópavogur, Ísafjarðabær og Reykjanesbær.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan