Fundir bæjar- og borgarstjóra á Norðurslóðum

Ásthildur Sturludóttir fyrir miðri mynd.
Ásthildur Sturludóttir fyrir miðri mynd.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri er nú í Tromsö þar sem hún sækir annars vegar fund með öðrum borgar- og bæjarstjórum á Norðurslóðum og hins vegar tekur hún þátt í tveimur málstofum á ráðstefnunni Arctic Frontiers er varða Norðurslóðamálefni.

Bæjarstjórinn á Akureyri tekur þátt í starfi á vettvangi sem nefnist Arctic Mayors en þar hittast borgar- og bæjarstjórar borga á Norðurslóðum. Þetta eru borgarstjórar frá Tromsö í Noregi, Iqualit í Kanada, Þórshöfn í Færeyjum, Luleå í Svíþjóð, Bodö í Noregi, Vardö í Noregi og Oulo í Finnlandi. Sameiginleg málefni og áskoranir sveitarfélaga á Norðurslóðum, s.s. atvinnumál, menntun, samgöngur, íbúaþróun o.fl., er viðfangsefni þessa vettvangs.

Ásthildur tekur einnig þátt í tveimur málstofum sem eru hluti af stórri árlegri ráðstefnu er nefnist Arctic Frontiers. Málstofurnar sem Ásthildur tekur þátt í nefnast "Arctic Seafood and food security" og "People in the Arctic". Ferðina mun Ásthildur einnig nýta til að heimsækja Norinnova stofnun sem vinnur í nýsköpunarmálum og skrifstofu Norðurskautsráðsins en eins og kunnugt er tekur Ísland við formennskunni af Finnum í ráðinu í vor og mun Akureyri sem miðstöð Norðurslóða á Ísland taka virkan þátt í fjölda verkefna á formennskutímanum.

Fleiri myndir frá fundi bæjar- og borgarstjóranna í Tromsö.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan