Bæjarráð ályktar um Akureyrarflugvöll

Flugvélar á vegum Super Break og Iceland Connect á Akureyrarflugvelli föstudaginn 12. janúar sl.
Flugvélar á vegum Super Break og Iceland Connect á Akureyrarflugvelli föstudaginn 12. janúar sl.

Bæjarráð Akureyrar ályktaði í morgun um þann drátt sem orðið hefur á því að koma upp viðeigandi aðstöðu fyrir millilandaflug á Akureyrarflugvelli.

Ályktunin er svohljóðandi og hefur nú þegar verið send öllum þingmönnum landsins:

Bæjarráð Akureyrar fagnar tilkomu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll í tengslum við ferðir ferðaskrifstofunnar Super Break sem hófust í síðastliðinni viku.

Því miður hefur dregist úr hófi að koma upp viðeigandi aðstöðu á flugvellinum og skorar bæjarráð á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og ISAVIA að grípa nú þegar til ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Í því sambandi er brýnt að þegar verði komið upp ILS búnaði (Instrument Landing System) við völlinn og lýsa bæjaryfirvöld yfir fullum vilja til samstarfs við uppsetningu búnaðarins.

Þá kallar bæjarráð eftir því að forsvarsmenn ISAVIA sem og formaður samgönguráðs mæti til fundar við bæjarstjórn þar sem farið verði yfir frekari framkvæmdir við Akureyrarflugvöll sem nauðsynlegar eru bæði með tilliti til innanlands- og millilandaflugs. Er bæjarstjóra falið að boða hlutaðeigandi til fundar svo fljótt sem verða má.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan