Bæjarfulltrúar þakka góðar móttökur

Bæjarfulltrúar að flokka meðfram Hörgárbrautinni sl. föstudag.
Bæjarfulltrúar að flokka meðfram Hörgárbrautinni sl. föstudag.

Í síðustu viku heimsóttu bæjarfulltrúar á Akureyri ríflega hundrað fyrirtæki í bænum, jafnt stór sem smá og í fjölbreyttri starfsemi. Bæjarfulltrúum var allsstaðar afar vel tekið og þau þakka kærlega fyrir móttökurnar. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar heimsóknir eru skipulagðar en ætlunin er að gera þetta á hverju ári á kjörtímabilinu. Að þessu sinni voru heimsótt fyrirtæki í Þorpinu, á hluta af Eyrinni og á næsta ári verður haldið áfram m.a. í miðbænum og á Brekkunni. Heimsóknarvikan endaði með ruslaplokki meðfram Hörgárbrautinni, þar sem plokkað var í tvo tíma og því miður var af nægu að taka.

Í haust er svo fyrirhugað að bæjarfulltrúar heimsæki stofnanir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan