Auglýsing um styrki frá velferðarráði

mynd: Elva Björk Einarsdóttir
mynd: Elva Björk Einarsdóttir

Velferðarráð úthlutar styrkjum til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverkum þess, einu sinni á ári.

Velferðarráð stýrir fjölbreyttri velferðarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Styrkir eru m.a. veittir til félagasamtaka og einstaklinga sem starfa á sviði félagsþjónustu.


Umsækjendur eru beðnir að kynna sér reglur Akureyrarbæjar um styrkveitingar svo og samþykkt ráðsins um markmið og vinnulag.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum íbúagátt Akureyrarbæjar, af heimasíðunni http://ibuagatt.akureyri.is

Umsóknafrestur er til 4. maí 2018.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan