Ársskýrsla Akureyrarbæjar 2019

Ársskýrsluna prýða að þessu sinni myndir sem Rán Flygenring teiknaði fyrir Stórþing ungmenna sem hal…
Ársskýrsluna prýða að þessu sinni myndir sem Rán Flygenring teiknaði fyrir Stórþing ungmenna sem haldið var í Hofi í annað sinn í september 2019. Stórþing ungmenna er liður í aðgerðaráætlun Barnvæns sveitarfélags en Akureyrarbær hlaut viðurkenningu sem slíkt í maí 2020, fyrst sveitarfélaga á Íslandi. Myndirnar endurspegla raddir barna í sveitarfélaginu.

Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 er komin út.

Lítil spurn hefur verið eftir að fá skýrsluna prentaða á liðnum árum og því verður hún ekki prentuð að þessu sinni frekar en síðustu fjögur árin. Það er hvort tveggja umhverfisvæn aðgerð og felur um leið í sér dálítinn sparnað fyrir sveitarfélagið.

Óski einhver eftir að fá skýrsluna á pappír þá getur viðkomandi snúið sér til þjónustuvers Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu að Geislagötu 9.

Ársskýrslur bæjarins og fleira útgefið efni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan