Aparólan og hverfisnefndin

Aparólan í Jólasveinabrekkunni.
Aparólan í Jólasveinabrekkunni.

Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis festi á síðasta ári kaup á svokallaðri aparólu sem nú hefur verið komið upp í Jólasveinabrekkunni við Brálund.

Skemmst er frá því að segja að síðan rólan var sett upp hefur verið stanslaus straumur af börnum sem og fullorðnum í hana frá morgni til kvölds. Rólan er því kærkomin viðbót við þessa vinsælu sleðabrekku og verður eflaust líf og fjör í Jólasveinabrekkunni um helgina því nú er farið að snjóa aðeins í bænum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan