Ánægður með Akureyringa

Mynd: Skapti Hallgrímsson.
Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Dario Schwo­erer er afar ánægður með hjálpsemi Akureyringa en hann ásamt fjölskyldu sinni var hætt kominn í af­taka­veðri í Ak­ur­eyr­ar­höfn um síðustu helgi. Fjölskyldan hefur búið í skútu sinni í höfninni síðustu mánuði og ætlar að hafa þar vetursetu.

Dario tekur djúpt í árinni og haft er eftir honum að Akureyri sé besti staðurinn í heiminum. Margir Akureyringar hafí ljáð fjölskyldunni hjálparhönd og allt viljað fyrir hana gera.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan