Ákveðið að móta nýja atvinnustefnu

Frá bæjarstjórnarfundi í gær.
Frá bæjarstjórnarfundi í gær.

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur samþykkt að hefja undirbúning að nýrri atvinnustefnu. 

Atvinnumál voru á dagskrá bæjarstjórnarfundar í gær. Rætt var um ýmsa þætti sem varða atvinnumál, atvinnutækifæri og íbúaþróun í sveitarfélaginu. Samþykkt var tillaga um nýja atvinnustefnu sem tekur gildi árið 2022. 

Í aðdraganda vinnunnar verður gerð samkeppnisgreining á sveitarfélaginu, í samstarfi við SSNE, þar sem lögð verður mikil áhersla á að fá fram sjónarmið atvinnurekenda. 

Hér er hægt að horfa á fund bæjarstjórnar frá í gær. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan