Akureyringar heimsækja pólsku borgina Jelenia Góra

Íslensku ungmennin sem tóku þátt í ferðinni.
Íslensku ungmennin sem tóku þátt í ferðinni.

Akureyrarbær og pólska borgin Jelenia Góra eiga í tímabundnu samstarfi sem kostað er af uppbyggingarsjóði EES. Markmiðið með samstarfinu er að deila þekkingu og reynslu á tilteknum sviðum. Samstarfið spannar nokkuð breitt svið en það nær yfir lýðræðislega þátttöku ungs fólks og samráð við það, umhverfisvænar almenningssamgöngur, stafræna þróun og nýtingu jarðvarma.

Hópur frá Akureyri heimsótti pólsku borgina á dögunum og með í för var bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, starfsfólk frá bænum og Norðurorku og loks hópur tíu ungmenna á aldrinum 15-20 ára. Bæjarstjórinn fundaði með borgarstjóranum í Jelenia Góra, Jerzy Łużniak, fundað var með starfsfólki borgarinnar sem starfar á þeim sviðum sem samstarfið nær til og stofnanir og fyrirtæki sem því tengjast heimsóttar. Þá tók íslenski hópurinn þátt í setningu árlegrar ljósahátíðar sem kallast "Movie Cities", ásamt fulltrúum frá mörgum vinabæjum Jelenia Góra. Ungmennahópurinn vann að ýmsum verkefnum með pólskum ungmennum á sama aldri sem heimsóttu Akureyri í júní á þessu ári. Meðal verkefna þeirra var gerð tónlistarmyndbands sem sjá má hér að neðan. 

Von er á fulltrúum Jelenia Góra í heimsókn til Akureyrar um miðjan nóvember næst komandi en formlegu samstarfi lýkur í apríl á næsta ári.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan