Akureyrarvaka nálgast - ertu með skemmtilega hugmynd?

Það styttist óðum í Akureyrarvöku, afmælishátíð Akureyrarbæjar, en hún fer fram 25.-26. ágúst. Dagskráin verður sem fyrr með fjölbreyttu sniði. Það verða fastir dagskrárliðir svo sem setning í rómantískri stemningu í Lystigarðinu, tónleikar í Listagilinu, Friðarvaka í kirkjutröppum Akureyrarkirkju, Vísindasetur í Hofi og Draugaslóð en einnig fjöldi annarra viðburða þar sem m.a. listum og menningu fyrir alla aldurshópa er gert hátt undir höfði. Verkefnastjórar Akureyrarvöku eru Almar Alfreðsson og Hulda Sif Hermannsdóttir og þau vilja gjarnan fá sendar áhugaverðar hugmyndir frá almenningi – langar þig að taka þátt og hvaða hugmynd ertu með í kollinum? Endilega sendu línu í netfangið akureyrarvaka@akureyri.is og láttu í þér heyra. Hægt er að fylgjast með Akureyrarvöku á facebook og Instagram og dagskráin mun birtast á visitakureyri.is þegar nær dregur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan