Akureyrarbær tekur þátt í Jafnvægisvoginni

Ásthildur undirritar viljayfirlýsinguna. Með henni á myndinni er Rakel Sveinsdóttir formaður FKA.
Ásthildur undirritar viljayfirlýsinguna. Með henni á myndinni er Rakel Sveinsdóttir formaður FKA.

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, undirritaði á miðvikudag viljayfirlýsingu þess efnis að Akureyrarbær taki þátt í Jafnvægisvoginni sem er verkefni sem Félag kvenna í atvinnulífinu hefur hrint af stokkunum ásamt nokkrum samstarfsaðilum.

Undirritunin fór fram á ráðstefnunni „Rétt' upp hönd" sem haldin var í Reykjavík af FKA en markmiðið með Jafnréttisvoginni er að árið 2027 verði kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi jafnara en nú er eða að lágmarki 40 konur á móti hverjum 60 körlum.

Tilgangurinn með Jafnvægisvoginni er að virkja íslenskt viðskiptalíf og opinbera aðila til þess að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og verkefnið er að finna á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu.

Á myndinni hér að neðan ræða Sigrún Björk Jakobsdóttir og Ásthildur Sturludóttir málin á ráðstefnunni „Rétt' upp hönd" en þær eru einu konurnar sem gegnt hafa starfi bæjarstjóra á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan