Akureyrarbær semur við Íslandsbanka

Samningur undirritaður: Anna Kristín Magnúsdóttir fyrirtækjaráðgjafi hjá Íslandsbanka, Jón Birgir Gu…
Samningur undirritaður: Anna Kristín Magnúsdóttir fyrirtækjaráðgjafi hjá Íslandsbanka, Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar.

Í gær var skrifað undir nýjan samning milli Akureyrarbæjar og Íslandsbanka um bankaviðskipti en bankaþjónustan var boðin út. Sérstakur samningur verður gerður milli Íslandsbanka og Norðurorku á grundvelli útboðsins. Íslandsbanki annast almenna bankaþjónustu fyrir Akureyrarbæ, Hafnasamlag Norðurlands og Norðurorku næstu sjö árin. Samningurinn tekur gildi þann 15. janúar næstkomandi.

Stóru viðskiptabankarnir þrír buðu allir í þjónustuna en Íslandsbanki var með besta tilboðið. Samningurinn nær einkum til inn- og útlána, innheimtuþjónustu, millifærslna launa, notkunar á fyrirtækjabanka og innkaupakorta. Sem dæmi um umfangið má nefna að árlega er áætlað að senda út yfir 200 þúsund almennar kröfur úr fjárhagskerfum Akureyrarbæjar, Hafnasamlagsins og Norðurorku og launakeyrslur eru áætlaðar yfir 45 þúsund á ári.

Akureyrarbær hefur verið í viðskiptum við Íslandsbanka í 13 ár, eftir útboð 2006, 2012 og nú síðast var boðið út á þessu ári.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri Íslandsbanka skrifuðu undir samninginn í Ráðhúsinu. Við undirritun lýstu þau bæði yfir ánægju með viðskiptin og samskiptin undanfarin ár og vilja til að halda áfram á sömu braut.

Jón Birgir Guðmundsson og Ásthildur Sturludóttir John Cariglia, Anna Kristín Magnúsdóttir og Jón Birgir Guðmundsson frá Íslandsbanka. Ásthildur Sturludóttir, Dan Jens Brynjarsson og Karl Guðmundsson frá Akureyrarbæ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan