Fjöldi sumarstarfsfólks 2019

Starfsfólk Vinnuskólans að störfum í góða veðrinu í gær.
Starfsfólk Vinnuskólans að störfum í góða veðrinu í gær.

Á ári hverju ræður Akureyrarbær fjölmargt sumarstarfsfólk til starfa til að viðhalda og sinna þeirri þjónustu sem bærinn veitir.

Innan allra sviða er ráðið sumarstarfsfólk en meginþorri þess vinnur að fegrun bæjarins, umönnun aldraðra og við búsetuþjónustu. Samanlagt eru ríflega 850 manns í alls kyns sumarstörfum hjá sveitarfélaginu og eru þar meðtalin sumarstörf Vinnuskólans sem oft eru mikilvægt fyrsta skref ungmenna á vinnumarkaði.

Þau störf sem sumarstarfsfólk sinnir eru afar mikilvæg og það ríkir mikið þakklæti fyrir að hafa þennan góða og vinnusama mannauð sem er tilbúinn til þessara tímabundnu starfa ár hvert – starfa sem eru samfélaginu svo nauðsynleg.

Til glöggvunar á umfangi sumarráðninga, fjölda starfa innan sviða og til að gefa vísbendingu um fjölbreytileika og eðli þeirra starfa sem unnin eru, er taflan að neðan birt en hún sýnir stöðu mála í byrjun júlí.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan