Útboð á framkvæmdum við lagnir og yfirborðsfrágang á nýjum keppnisvelli á íþróttasvæði KA á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í lagnir og yfirborðsfrágang á nýjum keppnisvelli á íþróttasvæði KA.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með fimmtudeginum 26. janúar 2023.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þann 27. febrúar 2023 kl. 13:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.