Framkvæmdir við vélageymslu í Hlíðarfjalli tefjast

Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru boðin út uppsteypa, stálvirki og utanhússklæðning nýrrar vélaskemmu í Hlíðarfjalli. Slippurinn Akureyri ehf. og Hyrna ehf. áttu lægstu tilboðin og var samið við Hyrnu um uppsteypu og Slippinn um að reisa húsið.

Upphaflega var stefnt að því að steypa undirstöður, gólfplötur og reisa húsið fyrir vetrarbyrjun. Frá upphafi var ljóst að tími til hönnunar og samræmingar milli hönnuða og framleiðslu og framkvæmdar var knappur.

Einnig ber að hafa í huga að á þessum stað er allra veðra von og því ekki skynsamlegt að taka þá áhættu að vera með hálfbyggt eða opið hús í Hlíðarfjalli um miðjan vetur.

Því var tekin ákvörðun um að fresta öllum framkvæmdum til vors 2024 og stefnt að því að hefjast handa í byrjun maí á næsta ári.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan