Hæ hó jibbí jei...

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní. Um lögbundinn frídag er að ræða svo það er ekki vinna hjá Vinnuskóla Akureyrar og er fólk hvatt til þess að taka þátt og gera daginn sem hátíðlegastan.

Unnið hefur verið hörðum höndum undanfarna daga að fegra bæinn og eiga þau mikið hrós skilið.

Í ár verður glæsileg dagskrá að vanda í tilefni dagsins. Blómabíllinn verður á ferðinni um bæinn og skrúðganga frá Hamarskotstúni kl 12:45 inn í Lystigarðinn þar sem verður hátíðardagskrá.

Nánar upplýsingar um dagskránna má sjá hér: 17. júní á Akureyri með öðru sniði

Starfsmenn Vinnuskólans senda öllum Íslendingum hamingjuóskir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan